Snittur með roast beef
600 g nauta innralæri eða lund
salt og pipar
2-3 baguette brauð
salatblöð (t.d. lambhaga)
remolaði
steiktur laukur
súrar gúrkur
Kjötið er gott að elda daginn áður en setja á saman snitturnar.
Forhitið ofninn í 200°c.
Byrjið á að krydda kjötið til með salti og pipar. Lokið kjötinu á öllum hliðum á heitri pönnu og setjið síðan í ofninn með kjöthitamæli.
Eldið kjötið þar til það nær 55°c í kjarnhita.
Leyfið kjötinu að kólna og geymið í kæli þar til á að skera kjötið í þunnar sneiðar (ekki er verra að nota áleggshníf ef þú hefur aðgang að slíkum).
Til að setja saman snitturnar á að byrja á að skera brauðið í sneiðar.
Leggið þvínæst kál á hluta sneiðarinnar og leggið roast beef þar yfir.
Þvínæst má setja doppu af remolaði og steiktan lauk þar yfir.
Endið á að skreyta með sneið af súrum gúrkum.